Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2007 Nóvember

28.11.2007 22:30

Næsti saumadagur ( breyting) á dagsetningu....

    Breyting á dagsetningu næsta saumadags sem verður 

LAUGARDAGINN 1. desember 

fjölmennum nú stelpur og allir sem eru í handavinnu eða eru að  föndra fyrir jólin.

Allir velkomnir.

Kveðja.


28.11.2007 22:24

10. nóvember

Halló, já hvernig er þetta með bloggið okkar?
Saumadagurinn 10. nóv. s.l. var þá farið í jólaverkefnið sem reyndist vera jóladúkur,
alveg rosalega fallegur eins og sjá´má á myndunum. Var mæting bara sæmileg þegar líða fór að hádegi, en allavega voru nokkrir dúkar lagðir í lok dags, og líka voru konur að kíkja í heimsókn.
Fleiri myndir væntanlegar á næstunni.

Kveðja

06.11.2007 12:00

Jólaverkefnið !

Jæja stelpur mínar.
Nú fer að styttast í jólaverkefnið okkar, en það er á laugardaginn 10.Nóvember.    Og hérna koma upplýsingar um efnismagn og skurð.  

    Kv. Rósa  

Grunnefni ca. 80cm.
Munstrað efni 1.20cm.
Þetta er fyrir utan bak.

Fínt að vera búin að skera efnið niður:

Grunn efni:
6 ræmur 2 1/2 x yfirefnið
2 ferningar 5 1/4 x 5 1/4
1 ferningur 4 1/2 x 4 1/2
4 ferningar 6 7/8 x 6 7/8
4 ferningar 6 1/2 x 6 1/2

Munstrað efni:
10 ræmur 2 1/2 x yfirefnið
2 ferningar 5 1/4 x 5 1/4
4 ferningar 4 1/2 x 4 1/2
4 ferningar 6 7/8 x 6 7/8

4 aukaræmurnar 2 1/2 af munstraða efninu er mjói kanturinn.

01.11.2007 19:04

Jólaverkefnið

Sælar Bútasaumskonur !
Ég vildi bara prufa að setja bloggfærslu hér inn.
Mér finnst þessi vefur alveg frábær og hann ætti að geta verið lifandi og skemmtilegur ef við verðum dulegar að nota hann.
Ég komst í efnabúð  og keypt mér  efni í jólaverkefnið sem verður laugardaginn 10 nóv. endilega takið daginn frá.
Ég skora á Rósu og / eða Sigríði að setja upplýsingar um jólaverkfnið á vefinn, því það gæti verið að þetta hafi farið fram hjá einhvejum eða einhver tínt upplýsingunum og þá er gott að geta nálgast þær hér.
Ég kemst því miður ekki á miðvikudaginn, en ég er búin að taka laugardaginn 10.nov frá .... sé ykkur  hressar og kátar þá.
kveðja

Arnheiður

01.11.2007 13:26

Hittingur

Halló.
Í gær miðvikudagskvöld hittumst við eins og vanalega,
mæting var góð.
Konur komnar í saumagírinn.

Þar til næst, kveðja
Inga.


  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663017
Samtals gestir: 96442
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 06:03:15

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english