Færslur: 2008 Janúar

03.01.2008 14:28

Bútasaumsteppi, bútasaumsteppi.

Sælar bútasaumskonur !

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Nú er um að gera að byrja að hugsa og skipuleggja nýtt bútasaumsár .......
Næsti saumdagur okkar er 12 janúar og það verður gaman að hittast og sjá hvað konur hafa verið að gera.

Kona hér á Patreksfirði hafði samband við mig ( og einnig Önnu Jens ) og var að spyrjast fyrir um það hvort hægt væri að kaupa bútasaumsteppi af einhverri bútasaumskonunni. Hvorki ég né Anna vorum með teppi á lager eða teljum okkur hafa aðstöðu til að  sauma teppi fyrir konuna. En ef þið eruð aflögufærar og eru tilbúnar að sauma teppi og selja, eða eigið teppi til að selja, eða vitið um einhverja bútasaumskonu sem er tíl í það endilega hafið samband. Teppið þarf að vera á hjónarúm....

Hittumst hressar og endurnærðar eftir jól og áramót...

kveðja

Arnheiður
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 540295
Samtals gestir: 84027
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 12:19:12