Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2008 September

30.09.2008 14:51

30. september


Takk fyrir frábæra helgi allar sem voru á Löngumýri helgina 25-28 sept.

Ég stefni á saumaskap seinnipartinn ætla að klára teppið, endilega komið líka.

Kveðja
Inga

11.09.2008 13:53

Fundur Bútasaumskvenna...

Sælar bútasaumskonur !
í vor höfðum við fund eins og flestar vita.
Á fundinum ákváðum við að kaupa plastkassa til að geyma dótið okkar í, sem við geymum í húsnæðinu okkar. Búið er að kaupa kassana og félagskonur geta keypt kassa  á kr. 1000.

Ákveðið var að setja upp skipulag fyrir quilt-saumavélina, fyrir þær sem eiga hana. Þetta er komið upp og þær sem ætla að nota vélina þurfa að skrifa sig á.

Við töluðum um á þessum fundi að hafa sameiginlegan afgangskassa. Í þennan kassa geta konur sett afganga sem þær vilja deila með öðrum konum og hver sem er getur farið í kassan og náð sér í efnisbút ef henni vantar, hvort sem hún hefur sett eitthvað í hann eða ekki ....
Þessi kassi verður vonandi komin á næsta miðvikudag og hvet ég konur til að nota hann .

´Töluðum við um að hafa námskeið, þ.e.a.s. að fá einhvern til að koma og halda námskeið fyrir okkur. Við erum komnar í samband við konu sem er tílbúin að koma með námskeið, líklega seinnihluta október.  Við getum haft áhrif á hvað  verður  á námskeiðinu, þannig að ef þið hafið einhverjar óskir endilega komið með þær til undirritaðar, Rósu eða Sigríðar.  Námskeiðið verður síðan auglýst betur síðar..

Við ákváðum einnig á þessum fundi að halda miðvikudögunum og einnig laugardögnum og mun sú dagskrá koma  upp á forsíðuna.  Var  verið að spá í sumarbústaðarferð, ferð í Hólminn eða eitthvað annað, endilega hafa það opið og  gangandi.

Við ætlum að hafa verkefni eins og venjulega, t.d. Jólaverkefni og verkefni í feb-mars. Einnig hafa komið upp hugmyndir að hafa önnur verkefni, t.d. á miðvikudögum og yrðu það líklega minni verkefni.... við þurfum endilega að  þróa það og ef af því verður auglýsum við það sérstaklega.
En ef konur hafa hugmyndir um verkefni endilega komið með þær.

Á fundinum töluðum við um að á næsta miðvikudegi eftir laugardagssaumadag verður þrifið. það er búið að útvega öll áhöld sem þarf til þeirra nota.

Við þurfm að koma með vatn með okkur til að  setja í straubolltann.
Við þurfum að passa að strauja ekki lím/flísófax  með stóra boltanum, nota boltann inn í eldhúsi og straubrettið sem er þar.

En ég ætla að hafa þetta nóg í bili.

kveðja

Arnheiður....

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663027
Samtals gestir: 96443
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 06:27:51

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english