Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2008 Nóvember

19.11.2008 22:00

Saumakvöld

 emoticon
Góð mæting í kvöld, þó allar væru ekki að sauma, konur voru mest með frágang á verkefnum síðustu daga nema Rósa hún er að sauma ýmislegt sem verður til sölu  á jólabasar Slysavarnard.- Unnar.
Líka gaman þegar fólk lítur inn í kaffi og spjall.

Takk fyrir kvöldið.

18.11.2008 10:34

Miðvikudagskvöld


Eins og vanalega hittumst við miðvikudagskvöldið n.k. verðum frá kl. 19.30 - 21.30,

endilega komið með jólaverkefnið frá síðasta sauma-laugardegi til að mynda og þau stykki sem á eftir að mynda ( hvað sem er)

Sjáumst hressar.


12.11.2008 08:38

Miðvikudaguremoticon Saumakvöld í kvöld byrjum kl. 19.30 eins og vanalega og
saumum til kl. 21.30,
það er líka í lagi að taka með sér prjóna eða hvað sem fólk er að gera.

Sjáumst hressar.

 

10.11.2008 20:48

Bloggfærsla.


Halló gott fólk....
Jahá hér hefur bloggleti ráðið ríkjum en ekki lengur, búið að vera mikið að gerast hjá okkur.
28 október & 04 nóvember  voru Rósa,Sigríður og Arnheiður með námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í bútasaum, nokkrar konur mættu og líkaði þeim vel og ætla þær að halda áfram sem er ánægjulegt, alltaf gaman að fá nýtt fólk sama hvert viðfangsefnið er.
Einnig var boðið upp á námskeið hjá Dagbjörtu ( hún kom að sunnan) í crasy- ásaum, eins og sjá má á myndunum þá var vel mætt og stemmingin mjög góð gerðum við líka veski ( þæfing) var þetta hvorutveggja mjög gaman og flott.
08. nóvember var saumadagur og verkefni dagsins var jólalöber, ekki tóku allar þátt í því verkefni, með annað í gangi sem þurfti að klára, en þetta eru alveg rosalega flott stykki í ýmsum útfærslum eins og sjá má myndunum sem eru rétt ókomnar inn í albúm.


Læt fylgja hér eina mynd af mæðgunum Lilju,Arnheiði og Önnu tengdadóttur Lilju.emoticon .

Bestu kveðjur og hafið það gott.

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663093
Samtals gestir: 96444
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 07:55:26

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english