Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2009 Apríl

27.04.2009 11:28

Frétt af Tíðis


Þessi frétt birtist á Tíðis fréttavef Patreksfjarðar, gaman að geta tekið þátt
í svona verkefnum.

Tíðis | Föstudagurinn 24. apríl 2009 kl. 11:07
Góð gjöf frá ,,Spólunum"


Nokkrar konur úr bútasaumsfélaginu "Spólurnar" hér á Patreksfirði tóku sig til og saumuðu falleg barnateppi til að setja í barnafatapakka. Í þessum pökkum eru föt sem eldri borgara í Selinu hafa prjónað nú í vetur og hefur Lilja Jónsdóttir séð um að pakka fötunum inn og koma pökkunum suður í fatasöfnun Rauða krossins en þaðan fara þeir síðan til Malawí eða annað þar sem þörf er fyrir hendi. Konurnar afhentu teppin í Selinu á dögunum og voru það 13 listafalleg teppi eins og þeirra er von og vísa. Þakkar formaður deildarinnar Helga Gísladóttir þeim stöllum sem og eldri borgurum í Selinu innilega fyrir hlýhug og frábært starf fyrir Rauða krossinn.

Á myndinni sést þegar þær Sóveig Jóhannsdóttir, Sonja Ísafold, Anna Jensdóttir, og Arnheiður Jónsdóttir afhentu Lilju teppin í Selinu en þær eru hluti þeirra kvenna sem saumuðu teppin góðu.

23.04.2009 11:18GLEÐILEGT SUMAR.

20.04.2009 20:00

Jæja eitthvað eru konur nú á farandsfæti því einungis mættum við þrjár á laugardaginn, Rósa, Inga og Amý sátu fram eftir degi Rósa kviltaði  dúkinn sem hún er að klára, Inga prjónaði og Amý kviltaði myndir sem fara í töskuna sem hún er að gera.

Þá er bara að mæta á miðvikudagskvöldið eða er það ekki???????16.04.2009 09:54


NÆSTI SAUMADAGUR emoticon

Laugardaginn 18. apríl er saumadagur hjá okkur.

Sjáumst hressar og kátar.

15.04.2009 13:14


Myndasíðan er í skralli, viðgerð stendur yfir....

Það er verið að laga þetta......


Er ekki mæting í kvöld ?Sjáumst hressar.

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663040
Samtals gestir: 96443
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 06:49:57

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english