Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2009 Október

20.10.2009 23:20Munið opið hús miðvikudagskvöld kl: 19.00 - 22.00

Allir velkomnir

Kveðja

12.10.2009 12:00


Góðan dag gott fólk.
Ekki voru margar sem mættu á laugardaginn, voru þrjár og stoppuðu stutt við, emoticon  en margar konur voru að vinna við Sælkerakvöldið sem haldið er einu sinni á ári hér af björgunarsveitinni og slysavarnardeildinni, emoticon
en það er gaman að segja frá því að Sonja saumaði sér eitt stykki kjól byrjaði á föstudagskvöldinu en vegna rafmagnsleysis þá varð hún að klára á laugardaginn (korter fyrir skemmtun) en á skemmtunina mættu nánast allir hér á bæ og ekki þótti konum það nóg og hittust í saumaherberginu á sunnudageginum og var tilefnið átta ára afmæli klúbbsins Sonja,Sigríður og Kristbjörg sáu um kræsingarnar, takk fyrir það stelpur áttum við skemmtilega stund saman emoticon mikið sungið, etið og drukkið......emoticon 

Hittumst á miðvikudagskvöld og saumum opnum húsið kl. 19.00

 

09.10.2009 16:00

AFMÆLI - KAFFI

af því tilefni ætlum við að hittast allar
sunnudaginn n.k. kl. 17.00-19.00 og eiga kósý stund saman í saumaherberginu í sláturhúsinu,
já þann 11.10.2001 var stofnfundur félagsins haldinn.

  sýning 17. mars 2007

09.10.2009 08:38


Nú er um að gera og koma í sláturhúsið og sauma, á morgun laugardag 10. október er langur saumadagur byrjum kl. 10.00 og verðum fram eftir degi.

Allir velkomnir.
 

06.10.2009 13:38


Var að setja inn link sem sýnir hvernig quilta á horn, endilega skoðið

Saumakvöld miðvikudagskvöld
kl. 19.00 - 22.00 emoticon

Sjáumst

05.10.2009 09:34

5. Október 2009


emoticon Góðan dag, hér á Patreksfirði heilsar fjörðurinn íbúum með sól og blíðu en farið að kólna, hópur kvenna búnar að fara á Löngumýri með Quiltbúðinni og Hótel Hlíð með Bót, við fórum fimm konur á Löngumýri og tvær á Hótel Hlíð og í báðum tilfellum var lagt af stað um hádegi á fimmtudegi og komið heim seint á sunnudegi frábærar helgar með frábærum konum. Sauma, borða, sauma, sofa smá fara í pottinn "bara snilld"
Takk kærlega fyrir okkur.
Nú er bara að taka frá helgi að ári liðnu og fjölmenna þetta er bara frábært að fara og hitta og kynnast konum sem eru með sömu áhugamál.
emoticon

Myndirnar frá Löngumýi koma ekki inn strax.

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663017
Samtals gestir: 96442
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 06:03:15

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english