Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2010 Febrúar

26.02.2010 14:42

Óvissuverkefni

Efnismagn og skurður í óvissuverkefni 6. mars. 2010
Gott er að nota efnisafganga í þetta og gaman væri ef þið væruð búnar að skera í verkefnið.
 • Takið efnisbitana sem eru 2 1/2" x 6" en þeir eru sjö.
 • Skerið úr þeim fjórtán 2 1/2" x 2 1/2" kubba.
 • Takið efnisbitana sem eru 3 1/4" x 7" en þeir eru sjö.
 • Skerið úr þeim fjórtán 2 7/8" ferninga.
 • Takið 2 1/2" x 42" ræmuna.
 • Skerið úr henni tuttugu og átta 1 1/2" x 2 1/2" ferhyrninga.
 • Takið tvær ræmur sem eru 6 1/2" x 21 1/2" hvor.
 • Skerið úr þeim fjórar 1 1/2" x 21 1/2" ræmur.
 • 1 fattari (45 x 55 cm)
 • Skerið úr fatQ fjórar lengjur sem eru 4 1/2" x 21 1/2"

Með kveðju, Rósa emoticon

25.02.2010 12:00


Góðan dag allir sem hér koma.
Í gærkveldi var saumastund eins og vant er á miðvikudagskvöldum og var bara margt um manninn hún Sólveig kom með þrjár skvísur sem eru á fatasaums-námskeiði hjá henni og voru þær að klára verkefnin sín ( rosa flotta kjóla). Nú styttist í saumalaugardag eða þann 6. mars verður óvissuverkefni og verður sett inn það sem þarf í það um helgina.

Með kveðju. 

16.02.2010 17:00


Halló,, emoticon 
þá erum við búnar að taka langan laugardag á saumaskapinn þennan mánuðinn emoticon
ágætis mæting var en samt mættu konur nú að gefa sér tíma og nýta sér þessa daga,,emoticon 
þar sem við höfum þessa frábæru aðstöðu - líka þær sem búa í Tálknafirði, Bíldudal og sveitinni ,
 allir velkomnir, ekki vera feimin - emoticon
Anna sá um veitingarnar að þessu sinni - súpa og meðlæti, takk fyrir okkur...emoticon

Í mars þá verður verkefni sem stjórnin hefur valið og verða uppl. varðandi það settar inn síðar...emoticon

gaman - gaman- saman...................

MUNIÐ MIÐVIKUDAGSKVÖLDIN
13.02.2010 20:54Nýjar myndir komnar inn.....

04.02.2010 16:00

Skilaboð


Kæru saumavinkonur ég vil bara minna ykkur á miðvikudagskvöldin okkar í sláturhúsinu, það hefur eitthvað verið dræm mæting undanfarið en við erum sko aldeilis ekki hættar að sauma og hittumst öll miðvikudagskvöld frá kl. 19.00 - 22.00.
emoticon 

Þið hafið vonandi tekið eftir breitingunni á dagskránni, (ef ekki kynnið ykkur þá málið).
Svo þurfum við að fara að ákveða bústaðaferð.....jeejibbíjei.....emoticonSjáumst.

 • 1
clockhere
Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663093
Samtals gestir: 96444
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 07:55:26

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english