Færslur: 2012 Apríl

25.04.2012 09:35

Gleðilegt sumar


Það voru nokkrar konur sem komu á laugardaginn og saumuðu fram eftir degi Anna sá um hádegishressingu að þessu sinni, ljúffenga súpu og ný-bakað brauð takk fyrir okkur þetta var æðislega gott, nokkur teppi í Rauðakross-pakkana eru komin og fleiri á leiðinni við höfum verið duglegar að sauma teppi í þetta verkefni.
Einn langur saumadagur eftir á þessari önn þann 19. maí nk. 


Patreksfjörður.

 

20.04.2012 15:25

SAUMADAGUR


Saumadagur laugardaginn 21. apríl
byrjum kl. 10.00 og saumum fram eftir degi eins og hver vill....emoticon

Sjáumst


03.04.2012 15:51

Breyting


Við sem mættum í gærkveldi vorum að tala um næsta saumadag sem ber upp á sama dag og kúttmagakvöld Lions og handverkssýningin (man ekki hvar) margar af okkur eru í Sælkerahópnum sem annast veisluna og einhverjar fara á sýninguna og einhverjar verða á farandsfæti og sumar að vinna, samdist  okkur um að  færa daginn um viku og verður þá næsti saumadagur 21 apríl n.k.
Vonumst til að þessi breyting fái góðan hljómgrunn og sem flestar mæti
.Sjáumst kátar og hressar í saumastuði.

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 540295
Samtals gestir: 84027
Tölur uppfærðar: 16.12.2018 12:19:12