Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2013 Mars

06.03.2013 21:27

Óvissuverkefnið16. mars nk. verður saumadagur og óvissa emoticon

Óvissuverkefnið var sent í tölvupósti til allra,
ég get ekki sett það inn hér  en ef einhverjum vantar uppl. þá er bara að hafa samband og málinu verður reddað.06.03.2013 20:59

2. marsÞað var góð mæting á laugardaginn og var Kristbjörg með hádegishressinguna súpa og nýbakað brauð emoticon  takk fyrir okkur, ég held að konur hafi nú ekki saumað mikið emoticon eða þannig "haha" við fengum nefnilega góðan gest hún Dagný kom frá Stykkishólmi og hafði með sér efni, búta, pakka emoticon  algjör veisla fyrir saumakonuna, fengum við að skoða og skoða og kaupa og kaupa oooo þvílík veisla allar fengu eitthvað fallegt í kassann sinn, hér er bara pínu sýnishorn af því sem hún kom með. 

Takk fyrir að koma Dagný og sitja hjá okkur með dásemdina.

Þá er næsti saumadagur 16 mars nk.
fylgist með hér það er óvissa næst.
Kveðja

05.03.2013 14:31

Viðurkenning


Gaman að segja frá því stelpur emoticon

Inga og Rósa mættu á aðalfund Rauða Krossins á föstudaginn 
og tóku við viðurkenningunni. 


Sjálfboðaliðar fá viðurkenningarTvær viðurkenningar voru veittar sjálfboðaliðum á aðalfundi Rauða krossins í Barðastrandasýslu á föstudag. Bútasaumsklúbburinn Spólurnar fengu viðurkenningu fyrir teppi sem þær hafa saumað undanfarin ár og gefið Rauða kross deildinni í ungbarnapakka fyrir verkefnið Föt sem framlag. Hin verðlaunin voru veitt starfsfólki og vistmönnum Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar fyrir teppi sem þau hafa prjónað og gefið í sama verkefni.

"Framlag þeirra er ómetanlegt, að ekki sé talað um notagildi, fegurð og fallega hugsun í verki. Deildin þakkar þeim innilega fyrir þeirra framlag í þágu mannúðar, sem og öllum þeim sjálfboðaliðum sem leggja Rauða krossinum lið með sinni óeigingjörnu vinnu til hinna ýmsu verkefna," segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins í Barðastrandasýslu.

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 438
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 661153
Samtals gestir: 96376
Tölur uppfærðar: 23.2.2020 23:15:07

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

Það er í dag!

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

20 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

10 daga

Eldra efni

This page in english