Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2015 Nóvember

19.11.2015 09:15

Frá ÖnnuSælar allar.

Hér kemur það sem þarf til að gera jólaverkefnið okkar.Það verður óvissuverkefni þangað til við byrjum á því (væntanlega á laugardeginum), þá fáum við allar upplýsingarnar.

Svo tökum við að sjálfsögðu með okkur önnur verkefni til að vinna

 

Eg ætla að fara í Laugardalinn kringum miðjan föstudaginn og heim á sunnudeginum.

Við höfum þetta bara eins og síðast, hver kemur með sinn mat og drykk með sér og förum svo á Hópið að borða á laugardagskvöldinu.

Koma með til að sofa við og að sjálfsögðu sundfötin :)

 

--

Anna Jensdóttir

19.11.2015 09:12

Bréfið frá Önnu

EFNISÞÖRF JÓLAVERKEFNI.


Sælar allar spólur.

Þá er það "óvissu" jólaverkefnið sem verður saumað í ferðinni okkar í Litla Laugardal að þessu sinni.

Stærð verkefnisins er ca 25"x10"

Efnisþörf: Jólaefni

2 bútar sem eru ca 8"x8"

2 bútar sem eru ca 7"x7"

2 bútar sem eru ca 6"x6" ( Þessir sex bútar eiga ekki að vera úr sama efni og það á eftir að sníða úr þeim, en skemmtilegt að þeir séu í sama litaskala, t.d. allt í rauðu eða grænu eða bláu.......)

2 bútar sem eru 5"x5" (ekki  sama efni en sami litaskali og hinir)

Grunnefni: Ekki úr sama efni, en gott að hafa litaandstæðu við efnin hér að ofan (jólaefni)

2 bútar 5"x7"

2 bútar 5"x6"

4 bútar 5"x5"

2 bútar 5"x4"

Gult efni: 4 bútar 4"x4"

Vatt: Gott að nota afganga, en það þarf:

9"x7", 9"x6", 9"x5", og 9"x4"

Millifóður. Ca 25"x10" (til að gera verkið aðeins bragglegra)

Bak:  ca 25"x10"

Binding ca 2 ¼" x 70"

Tölur : 5 stk þurfa ekki að vera eins, en svipaðar að stærð

Perlugarn eða annað garn í lykkjur

Vonandi gengur þetta vel hjá okkur, hlakka til að sjá afraksturinn

Kv.

Anna

 

 

18.11.2015 12:00

JólaverkefniðUndirbúningur hafinn fyrir ferðina í Litla-Laugardal og ætlum við að gera jólaverkefnið sem verður spennandi þar sem þetta verður óvissuverkefni og ætlar Anna að sjá um að allt gangi samkv. áætlun.

Sama fyrirkomulag og við höfum haft með mætingu - mat- drykk og rúm.

Er búin að senda póst á félagskonur með uppl. um efnisþörf :)


Hittumst allar kátar og í stuði 

Kveðja 

10.11.2015 20:09

Breyting

Sælar allar, það hefur orðið smá breyting á tímasetningunni fyrir Rauðakross-teppin við ætlum að vera helgina 9 & 10 Janúar 2016.


þar af leiðandi fellur niður saumahelgin sem átti að vera 28-29 nóv. nk.

Jólaverkefnið er næst á dagskrá og verðum við í
Litla-Laugardal um helgina, Anna ætlar að sjá um að allt gangi samkvæmt áætlun, verður spennandi og vonandi komast allar, verður bara gaman og afslappandi að vera í sveitinni.

Með kveðju.
  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 849
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 663040
Samtals gestir: 96443
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 06:49:57

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

3 daga

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

17 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

7 daga

Eldra efni

This page in english