Spólurnar

Bútasaumur, Prjónað og heklað

Færslur: 2018 Desember

29.12.2018 00:00

8 desember


Síðasti saumafundur ársins búinn.


8. des. var jólasaumafundur hjá okkur vel mætt og allar í jólaskapi.


Allar komu með lítinn pakka og fékk hver kona eitthvað fallegt

sem nýtist í saumaskapinn.

 

Inga var með umsjón og bauð upp á súpu í hádeginu.

 

Takk fyrir daginn og gleðilegt nýtt saumaár.

04.12.2018 21:57

Næsti saumadagurSaumadagur hjá okkur laugardaginn 

8.des. nk. í fundarsal F.H.P.

Við byrjum kl. 10.00 og erum til 16.00.

 

Allir velkomnir, boðið er upp á súpu í hádeginu.

Heitt á könnunni allan daginn.

 

Þetta er síðasti saumadagurinn hjá okkur fyrir jól (á þessu ári J)

og langar mig að byðja þá sem mæta að hafa einn lítinn pakka með sér ( þá svona eitthvað saumatengt bara lítið sem gleður) 


 

Hlakka til að eiga notalega stund á aðventunni.

 

Svo til gamans þá er tónskólinn með tónleika 

í kirkjunni kl. 17.00

gott að enda daginn þar og njóta.

01.12.2018 09:25

25. nóvember 2018


25. nóvember sl. var saumadagur hjá okkur og var það glaðvær og skemmtilegur hópur samankominn þar sem heldur betur bættist í hópinn, þrjár Pjötlukonur frá Ísafirði þær Guðbjörg, Jóhanna og Oddný gerðu sér lítið fyrir og skruppu yfir heiði til að sauma með okkur og ekki skemmdi veðrið fyrir sól, enginn snjór og logn. 

Mikið saumað skrafað og handverkin skoðuð þær komu með og sýndu hvað þær hafa verið að sauma og gera.

Esther og Rósa sáu um veitingar en Esther var með umsjón dagsins.

 

Takk fyrir skemmtilegan dag, hlökkum til að leggja land undir fót og heimsækja Pjötlurnar.

 

Með kveðju og ósk um gleðilega jólahátíð.


( myndirnar koma vonandi inn fljótlega)

  • 1
clockhere
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 115
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 661163
Samtals gestir: 96378
Tölur uppfærðar: 24.2.2020 00:17:51

Vafraðu um

Bútasaumsklúbbur

Nafn:

Spólurnar

Farsími:

Inga 774-1521 Anna 895-7189

Afmælisdagur:

11.10.2001 - stofnfundur

Staðsetning:

Patreksfirði

Um:

Bútasaumur og handavinna

Tenglar

Saumadagur - sunnudag 23 feb

atburður liðinn í

1 dag

Saumadagur - laugardagur 14. mars

eftir

19 daga

Saumadagur - Sunnudag 4. apríl

eftir

1 mánuð

9 daga

Eldra efni

This page in english